Skráning fyrir Haust/Vetur 2022
hefst í lok sumars.
Skráning opnar í lok sumars, dagsetningar koma inn hér.
Áherslan á námskeiðinu er á hlaupastíl, hraða, stefnubreytingar, sprengikraft og liðleika.
Allir íþróttamenn ættu að þjálfa þessi atriði allt árið í kring og læra að stjórna líkamanum betur ef þeir ætla sér að ná árangri. Það er meiðslaforvörn í því að kunna að beita sér rétt og mikilvægt að hlaupastíllinn vinni með þér en ekki gegn þér. Líkamsbeiting íþróttamanna skiptir miklu máli upp á meiðsl og álag á líkamann. Þessar æfingar henta fyrir allar íþróttagreinar þar sem hlaup koma við sögu. |
"Ég vil aðstoða unga og metnaðarfulla íþróttamenn að ná markmiðum sínum!" |
Æfingar eru 1x í viku, á sunnudögum og fá íþróttamennirnir einnig auka æfingar til að halda áfram að æfa sig og bæta sig í gegnum TrueCoach appið, þar eru æfingar útskýrðar með video og textum.
Þrír hópar Nýliðar sem hafa ekki sótt námskeið hjá Silju áður. Framhalds hópur fyrir þá sem hafa tekið nýliðanámskeiðin eða eru að byrja 14 ára. Sprett æfingar eru fyrir 15 ára og eldri. |
"Frábært námskeið sem kenndi mér hvernig ég get bætt hlaupagetu mína og almennt um hvað það er að vera íþróttamaður sem vill ná langt."
|
"Mér fannst þetta alveg frábært námskeið í alla staði. Sonur minn hafð bæði gagn og gaman af. Hann hlakkaði til að fara á námskeiðið og ætlar á framhaldsnámskeið. Silja er frábær kennari sem nær vel til krakkanna á einstaklega jákvæðan hátt."
|
Helstu upplýsingar:Námskeiðið er á Sunnudögum í Sporthúsinu í Kópavogi.
*Ath þessar tímasetningar geta breyst fyrir haustið Nýliðar: 16:10 - 17:00 Framhaldshópur: 17:00 - 17:50 Sprett æfingar: 17:50 - 18:40 *Takmarkað pláss í alla hópana. Verð: Nýliðar: 25.000 kr fyrir 5 tíma. *Ath systkinaafsláttur 20% af seinni skráningunni. Framhald og Sprett æfingar: 20.000 kr fyrir 5 tíma. Innifalið: Fyrir nýliða þá er hægt að velja nuddbolta eða æfingateygju sem fylgir. Aðgangur að TrueCoach appinu, þar fá íþróttamenn aðgang að öllum æfingunum sem voru gerðar á námskeiðinu, á meðan á námskeiðinu stendur. |
"Ég á strák sem er 11 ára, hann á sér stóra drauma um atvinnumennsku í fótbolta.
Ein leið að því markmiði var að fara á hlaupanámskeið hjá Silju. Draumurinn var að ná auknum hraða, betri hlaupatækni og hlaupastíl. Árangurinn á 5 vikum fór langt fram úr væntingum. Hann hefur bætt hraðann þvílíkt, hlaupastíllinn er allt annar og hann á miklu auðveldara með að hlaupa. Silja er ekki bara fær hlaupaþjálfari heldur er hún stórkostleg í samskiptum við börn og unglinga. Ég mæli með þessu fyrir alla krakka sem vilja ná auknum árangri í sinni íþrótt. Takk fyrir okkur Silja, við ætlum að koma á annað námskeið." |