• Unglinganámskeið Skráning 2023
SILJAULFARS.IS
  • Unglinganámskeið Skráning 2023

ONLINE Á UNDIRBÚNINGS  TÍMABILI 6 VIKUR

Velkomin í online þjálfunina, ég er svo spennt að vinna þetta með þér! 
Á hverjum laugardegi kemur æfinga prógrammið fyrir næstu viku inn. 
Ég mæli með að þú skoðir prógrammið og skoðir svo æfinga vikuna þína. Finnir út hvenær í vikunni er best að setja þessar auka æfingar inn. Velkomið að senda mér línu í gegnum facebook ef þú vilt aðstoð með að raða æfingunum inn í prógrammið.
1  sprett æfing á viku 
1 tækni æfing (til að bæta hlaupastílinn og hraðann) 
1 Core/þrek æfing 
1 úthalds æfing 
​
*Vinsamlega ekki deila þessum aðgangi með öðrum*

Vika 1 : 29. júní - 5. júlí 

VIKA 1 
Fróðleikur: Hlaupa stíll getur unnið með þér eða gegn þér! Ef þú lendir með fótinn alltaf fyrir framan þig þá geturðu verið að stoppa þig, og notar því aftan í lærið til að tosa þig áfram, sem er ekki gott fyrir lærið. Til að hlaupa hraðar þá þarf hlaupastíllinn að vera skilvirkari.  Ég legg mikla áherslu á að hugsa um hlaupa stílinn, þá er auðveldara að bæta hraðann! 

Þér er velkomið að taka upp einhverja spretti hjá þér og senda mér í skilaboðum í gegnum facebook síðu mína siljaulfars.is https://www.facebook.com/siljaulfars.is/ ég get svo sent þér einhverja punkta til baka.

HLAUPA RÆÐAN - skoðaðu þetta endilega

Tækni æfing:
Drillur eru æfingar sem frjálsíþróttafólk notar til að vinna í hlaupastílnum sínum. Ég kalla þetta að við séum að forrita betri hlaupastílinn í okkur. Þetta er ekkert það skemmtilegasta, en er mikilvægt að æfa tæknina vel og einbeita sér að því að gera þetta vel. 
Það sem þú ætlar að hugsa um er: 
- Íþróttaökklar 
- Hring hreyfing á ökklunum - eins og að hjóla 
- Hvering þú lendir á fætinum

DRILLUR
Gerðu hverja drillu 2x og 10 metra 
- Lágar hnélyftur
- Hælar í rass
- Háar hnélyftur 
Til baka þá skaltu LABBA Á HÆLUNUM til baka
Ég mæli með að gera þessar drillur 2x í viku, einu sinni fyrir sprettæfinguna og í hitt skiptið bara fyrir einhverja af þínum liðs æfingum. Við viljum endurtekningar endurtekningar endurtekningar, þannig náum við að breyta þessu til hins betra. 

Sprettæfing:
Upphitun - skokka
FÓTASVEIFLUR STANDANDI - 10 x hver 
DRILLUR - sjá að ofan 
HRAÐARAUKNINGAR - 3-4x 40m 
Við notum hraðaraukningar til að forrita hlaupastílinn, byrjum að hlaupa rólega og aukum svo hraðann, en reynum að hlaupa með háum hnélyftum eins og við getum. 

Sprettir: 
FALLSPRETTUR: 
Mældu 10m, 20m, 30m 
Taktu svo fallspretti: 
10m - 10m - 20m - 30m - 10m - 10m - 20m - 30m
Hvíldin á milli er að labba rólega til baka og telja upp á ca 10-15 Við viljum ekki að þetta sé úthaldsæfing, svo það má hvíla á milli.  Fókusaðu á fyrstu skrefin, ekki hafa þau of stór, heldur mátuleg svo þú getir spyrnt þér áfram. 
Velkomið að senda mér video af 2-3 bestu sprettunum þínum. 

Úthaldsæfing:
Fartleikur 30 mín
Fartleikur virkar þannig að þú ætlar að hlaupa eða skokka, bara alls ekki labba. Mér er sama hversu hægt þú skokkar en þú skokkar. On þýðir að þú hlaupir aðeins hraðar (hratt fyrir einn getur verið hægt fyrir annann), off er skokka eins rólega og þú vilt, en bara ekki labba. Það geta þetta allir á sínum hraða. Ég mæli með að þú sért á grasi það er betra fyrir skrokkinn.
Skokka 5 mín (þetta er upphitun)
3 mín on - 2 mín off
2 mín on - 2 mín off
90 sek on - 90 sek off
90 sek on - 90 sek off
1 mín on - 1 mín off off
1 mín on - 1 mín  off
1 mín on - 1 mín off
30 sek on - 1 mín off
30 sek on - 2 mín off
Samtals 30 mín á hreyfingu

Core:
Core æfing vikunnar: 
2 umferðir = 200 core æfingar
PLANKI 100 
40 Axlarsnerting
30 (15/15) hliðarplanka mjaðma lyfta 
20 Planka rugg til hliðar 
10 Planki upp og niður 

Ath þegar þú gerir planka þá skaltu alltaf passa að axlirnar sé fyrir ofan olnbogann (eða lófann ef þú ert uppi). 

Rúllaðu þig - ég mæli með að þú hugsir vel um líkamann og reynir að koma því að 2x í vikunni að rúlla líkamann. 
Hér er ágætist 
RÚLLUVIDEO  sem þú getur nýtt þér. 

Gangi þér vel að æfa - getur alltaf sent mér spurningar eða video í gegnum facebookið mitt.
Einnig máttu endilega tagga mig á instagram @siljaulfars 

Vika 2 : 6. júlí - 12. júlí 

Picture
VIKA 2 
Fróðleikur:
RECOVERY: Mig langar að biðja þig um að skoða hvað þú gerir til að jafna þig eftir eða milli æfinga, eða ss. “Recovery”. Að bæta sig og ná árangri snýst ekki aðeins um að æfa meira og meira, ég kynntist því “the hard way” þegar ég lenti í ofþjálfun. Það sem ég klikkaði á var að fókusa einnig meira á recovery milli æfinga. Helsta leiðin til að hjálpa líkamanum að jafna sig undir miklu álagi er að ná nægum svefn, þegar ég var ung fannst mér mamma og pabbi vera bara að segja það til að fá meira “frí” frá mér ;) (sem var örugglega raunin einnig), en svefn er mikilvægasta leiðin fyrir líkamann að jafna sig. 
Einnig myndi ég fókusa á teygjur, rúlla vöðvana, nudda vöðvana, drekka mikið vatn, taka lýsi og vítamínin. Hver og einn getur fundið sína rútínu, sumum finnst köldu pottarnir góðir, aðrir heitu, sumum finnst gott að synda, öðrum að skokka og teygja, við erum öll misjöfn, það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir þig!
Ég var að hlusta á podcast um daginn, en ég hlusta reglulega á þessa stráka - Ben Bergeron er þjálfari Katrínar Tönju heimsmeistara í Crossfit, podcastið heitir “Chasing excellence”. Þið getið hlustað á þá í Podcast appinu, Recovery þátturinn heitir #076: 14 ways to Recover Better.

Tækni æfing:
Ég vil að þú fókusir aftur á drillurnar í þessari viku, endilega sendu mér video af þér að drilla, en taktu fram að þú sért í þessu prógrammi hjá mér í skilaboðunum.

DRILLUR
Gerðu hverja drillu 2x og 10 metra 
- Lágar hnélyftur
- Hælar í rass
- Háar hnélyftur 
Til baka þá skaltu LABBA Á HÆLUNUM til baka

Prófaðu einnig VEGGJARDRILLUR
Fókusaðu á að ýta mjöðminni fram og vera á táberginu! Þessi æfing hjálpar þér að venja þig á að vera í þessari hallandi stöðu og að rétta úr mjöðmunum. 

Sprettæfing:
Upphitun - skokka
FÓTASVEIFLUR LIGGJANDI - 10 x hver 

DRILLUR - sjá að ofan
HRAÐARAUKNINGAR - 3-4x 40m 
Við notum hraðaraukningar til að forrita hlaupastílinn, byrjum að hlaupa rólega og aukum svo hraðann, en reynum að hlaupa með háum hnélyftum eins og við getum.

Sprettir: 
FALLSPRETTUR (annar f. framan)
Núna tökum við svipað og síðast, ss fallsprett, nema núna ætlum við að hafa annann fótinn fyrir framan. 
​3x10m
10x JAFNFÆTIS HOPP 

3x15m 
10x ANNARRA FÓTA ZIC ZAC HOPP 

3x20m 
10x JAFNFÆTIS HOPP

Hvíldin á milli er að labba rólega til baka og telja upp á ca 10-15 Við viljum ekki að þetta sé úthaldsæfing, svo það má hvíla á milli.  Fókusaðu á fyrstu skrefin, ekki hafa þau of stór, heldur mátuleg svo þú getir spyrnt þér áfram. 
Velkomið að senda mér video af 2-3 bestu sprettunum þínum. 

Úthaldsæfing:
OULI 
Skokkar aðeins í upphitun. Þetta er þæginlega skemmtileg æfing.  Við miðum við að taka þessa æfingu á eins og fótboltavelli, eða einhvers konar grasvelli.  OULI virkar þannig að þú hleypur það og skokkar alltaf helminginn af þeirri vegalengd. 

Ég vil að þú takir 3 OULI

Hleypur O - skokkar L 
​Hleypur U - skokkar L 
Hleypur L - skokkar I 
Hleypur I - skokkar O 
Þegar þú hleypur þá hleypurðu hratt, eða á þeim hraða sem þú getur haldið góðu tempói. Þegar þú skokkar þá máttu skokka mjög rólega, en ekki labba.

Core æfing vikunnar: 
2 umferðir = 200 core æfingar
50 kvið 
30 bakæfingar
20 armbeygjur

Gangi þér vel að æfa - getur alltaf sent mér spurningar eða video í gegnum facebookið mitt.
Einnig máttu endilega tagga mig á instagram @siljaulfars

kv. Silja Úlfars

Vika 3 : 13. júlí - 19. júlí 

VIKA 3 
Hvernig er best að taka af stað?? 
Þessa vikuna ætla ég að biðja þig um að taka video af þér þegar þú tekur sprettina, ss ég vil fá sent á facebook siljaulfars.is video af þér taka af stað, og ég ætla að gefa þér punkta hvernig við getum bætt það! 
Við viljum að þið spyrnið og sprettið af táberginu, ef við ætlum að vera á hælunum þá erum við að stoppa okkur, ef fyrstu skrefin eru of stór þá lendum við á hælunum eða stoppum okkur, nennum ekki að eyða tímanum okkar í það! Ef þú tekur of lítil skref þá ertu kannski að spóla á staðnum ... Þú þarft að finna þitt eðal skref og þar kemur videoið inn. Þegar þú tekur af stað þá viltu lenda á táberginu svo þú getir strax spyrnt þér í næsta skref. Ég útskýri þetta oft eins og að það séu kakkalakkar fyrir framan okkur og við ætlum að þramma á þá, kremja þá (sorry ofbeldið). Einnig viljum við hafa smá halla á líkamanum og að hann sé beinn og við munum því skoða veggjarlabbið einnig (velkomið að senda mér video af því einnig). Það kemur hérna neðar. 

Prófum þetta! 
kv. Silja

Tækni æfing:
VEGGJARDRILLUR
Byrjaðu að labba 20 skref, skórinn fer bak við hnéð, ekki setja fótinn framar en hnéð. 
Stundum gerum við þetta milli sprettanna, til að finna réttu stöðuna

VEGGJARINTERVAL
Taktu 3x3, hvíla og 3x5, hvíla og 3x7 
Ekki setja fótinn niður á milli, heltu þeim uppi og kíktu alltaf á stöðuna á þér! 
Táin upp (krepptir ökklar), ýta mjöðminni fram, bein lína frá hæl upp í höfuð, hné upp!

Sprettæfing:
SILJU UPPHITUN
10 hnébeygjur - hlaupa 
10 framstig hvor - hlaupa 
10 hliðarstig hvor - hlaupa 
10 mjaðma"hopp" - hlaupa

Mjaðmir skipta miklu máli þegar kemur að því að hlaupa vel og hratt og því ætlum við að gera æfingar til að liðka og styrkja mjaðmirnar.
MJAÐMALIÐKUN
Ruggar fyrst 5x og svol heldurðu hinu í ca 30 sek 
MJAÐMASTYRKUR HRINGUR
10 endurtekningar af hverju
HRAÐARAUKNINGAR 3-4 og vanda hlaupastílinn, hlauptu meðvituð/meðvitaður um hvernig þú hleypur! 

Spretthringur: 
3 umferðir
2x15m LABBA OG SPRETTA
Labbar fyrst svona 3 metra og sprettir svo af stað! Vilt fókusa á að lyfta hnénum upp til að geta kramið "kakkalakkana" fyrstu metrana. hér er video sem gefur hugmynd: TAKA AF STAÐ
2x20m SKOKKA OG SPRETT
Skokkar 3-4 metra og sprettir svo 20m, sama áhersla lyfta og kremja! 
1x20m  HLAUPAHOPP 

​= ss 12 sprettir og 3x hlaupahopp í heildina. 
Hvíldin er að labba til baka og undirbúa sig fyrir næsta. 

Skokka niður og teygja vel eftir sprett session

Úthaldsæfing:
Brekkusprettir
Brekkusprettir eru töfratæki, kostir við brekkuspretti er að það er eiginlega ekki hægt að hlaupa vitlaust upp brekkur. Enginn fer upp og lendir á hælunum, fólk reynir að ýta sér upp, ss spyrna í aftari fótinn, lyftir hnjánum, kreppir ökklana og hallar sér fram! Perfect, það er einmitt það sem við erum að reyna að gera þegar við erum að hlaupa. 
ATH - yfirleitt eru um 30metrar milli ljósastaura svo miðaðu við það. Brekkan á ekki að vera of brött, bara líðandi. 

Hita upp - t.d. Silju upphitun eða skokka 

Hlaupa 3x60m - skokka til baka 30m og labba 30m 
Hlaupa 3x30m - labba til baka 
Hlaupa 3x60m - skokka til baka 30m og labba 30m 
Hlaupa 3x30m - labba til baka 

Skokka niður og taktu kviðæfingar. 

Core:
Planki allar hliðar 
2 hringir
Fyrri umferð á lófunum (ss rétt úr olnbogum), 4 hliðar. 
Snúa niður - hægri hlið - snúa upp (ýta mjöðmum upp) - vinstri hlið. 
Reyndu að gera þetta án þess að stoppa (eða fara niður)
Seinni umferð gerum við á olnbogunum, sama fyrirkomulag, 4 hliðar og ekki stoppa neitt. 

Gangi þér vel, sendu mér skilaboð á facebook ef þú hefur spurningar, og ekki gleyma að tagga mig @siljaulfars á instagram. 
kv. Silja ​

Vika 4 : 20. júlí - 26. júlí 

Picture
VIKA 4 
Fróðleikur:
Hæhæ í þessari viku ætlum við að byrja að æfa hliðarskrefin, ég sé reglulega að íþróttamenn gera hliðarskref bara einhvern vegin, en auðvitað þarf að æfa það eins og hvað annað! Nokkrir hlutir sem ég vil að þú hugsir um þegar þú æfir hliðarskref. 

  1. Fæturnir snertast ekki, því þá ertu ekki með fæturnar á jörðinni og ekki í góðu jafnvægi til að bregðast við og fara í allar áttir, (fyrir utan að vera klárlega skotmark þar sem þú stendur ekki í fæturna!)
  2. Stór skref eða lítil skref, nú það getur verið mjög einstaklingsbundið, en það þarf að passa að skrefin séu ekki stór og hæg og setji þig á hælana, eða of lítil og þú ert eins og hamstur í hjóli og hreyfist ekki áfram (þótt þú hreyfist hratt). Hver og einn þarf að finna þá skrefalengd sem hentar sér.
  3. ​Stefnubreyting - ef þú ert að breyta um stefnu t.d. Ferð úr hliðarskrefum og aftur til baka í hliðarskref, þá skaltu passa að hnéð fari ekki útfyrir fótinn, þá missirðu alveg jafnvægið (prófaðu). 

Æfðu skrefin, þú vilt hafa þau kröftug, og að þú skili þér áfram, ekki bara gera eitthvað. Mæli með að þú takir video og skoðir og velkomið að senda mér einnig. 
Kick side ass! 

Tækni æfing:
LABBA Á LÍNU og  HANDAHREYFINGAR 
4 ferðir + 20 handahreyfingar
Mældu 8 metra (helst á línu), þú vilt samt ekki stíga á línuna, heldur hafa hana akkurat á milli fótanna (ef þú stígur á línuna þá ertu að missa jafnvægið). 
Þú vilt hugsa um að lyfta hnénu, stíga “yfir” kálfann, og hafðu tánna uppi (íþróttaökklann), svo lendirðu þannig að þú spyrnir niður í jörðina og ýtir þér áfram. Gott er að hafa hendur upp í loft til að þú réttir úr þér og sért síður sitjandi/á hælunum. 

Sprettæfing:
PRIK UPPHITUN 
2-3x6 hvert
  • OH hnébeygju
  • Framstig hvor 
  • “Titrarinn” teygja aftan á lærinu 
  • Kviðæfing yfir/undir

BRUNAHANINN
2x6x hvert
  • Pissa út
  • Hringir fram
  • Hringir aftur
  • Sparka fram
  • Lyfta upp til hliðar

LIÐKUNARLABB
10 metrar hver æfing
  • Frankenstein
  • Mjaðmaopnari
  • Gamli kallinn
  • Framstig og opna
  • Framstig með twisti 

HRAÐARAUKNINGAR 3x40m 

Sprettirnir: 
HLIÐAR OG SPRETTA 
Settu upp keilur svo þú getur tekið 3 metra hliðarskref og svo spretturðu áfram 10 metra.
Taktu 4 spretti hvorum megin - ss 8 spretti í heildina. Oftast eigum við betri hlið og aðeins síðri hlið, og þurfum við að æfa þær báðar. 
Mikilvægt að þegar þú ferð úr hliðarskrefunum að þú takir af stað eins hratt og þú getur, spyrnir vel niður, ss fókusir ekki aðeins á hliðarskrefin, hver sprettur er í raun "2 sprettir", það er hliðarskrefin og svo spretturinn sjálfur. Vandaðu þig! 

ZIC ZAC HOPP 
16 hopp 
Þetta eru jafnfætis hopp þar sem hnén snúa fram allann tímann, en þú ætlar að vinna þannig að þú hoppar ská til hliðar (Z) til að æfa lendinguna úr hliðarhoppi. 

Úthaldsæfing:
Skokkar í 5 mínútur til að hita þig aðeins upp og getur tekið smá hreyfiteygjur. 
Þessi æfing er flókin að útskýra en brjálæðislega auðveld í framkvæmd og skemmtileg (en mér finnst svo gaman að æfa að allt er skemmtilegt, nema jú burpees!) 


ÞRÍHYRNINGURINN 
Mældu í þríhyrning 4x20metra áfram, svo 4x10metra til hliðar 

  1. Háar hnélyftur
  2. Hælar í rass
  3. Hlaupa aftur á bak 
  4. Spretta 

A..
20 kvið 
20 armbeygjur
20 bakæfingar

  1. Framstig
  2. Hliðarstig hægri og haltu þér niðri
  3. Hliðarstig vinstri og haltu þér niðri 
  4. Sumo labb - snýrð í báðar áttir, labbar og snýrð fram og svo bak og fram og bak (labbar eins og súmómenn í bleyjunni).
B.. 
10 Burpees 
Spretta svo langhliðina 
Hvíld 2 mínútur og svo byrja aftur. 

Core:
PB HRINGUR 
​2-3 hringir 
20 uppsetur
10/10 uppsetur til hliðar
10 fram og til baka (V-ups)
20 Twist/rúðurþurrkur
10 pike up (rassinn upp) 
20 uppsetur 
​= 100 core ​

Vika 5 : 27. júlí - 2. ágúst

VIKA 5 
Fróðleikur:
Íþróttamenn æfa sig oft í tröppum, bæði til að æfa snerpuna og sprengikraftinn. Tröppuhlaup og tröppuhopp er eitt af mínum uppáhalds æfingum, og hjá mínum íþróttamönnum. Sumir hverjir nota þessa rútínu sem ég set hér inn sem upphitun fyrir t.d. Styrktaræfingar, aðeins að kveikja á vöðvunum.  Þegar þú hleypur upp stiga þá ertu að vinna gegn þyngdaraflinu, og það hjálpar þér að bæta styrk og kraft (sérstaklega gott fyrir þá sem eru ekki komin með aldur til að lyfta) 
Hlaupa í stiga svipar aðeins til brekkuspretta sem ég eeeelska, því þá neyðistu til að lyfta hnjánum betur. 
Hraðinn í sprettinum ræðst af krafti, skrefalengd og hversu hratt þú hreyfir þig, ss hve hratt/oft þú setur fótinn niður og spyrnir þér áfram. 

TRÖPPUHOPP 
Gerðu 1-2 umferðir Hlaupa upp með 1 snerting í tröppu
Hlaupa upp með 2 snerting í tröppu 
Hlaupa upp með 3 snerting í tröppu 
(einnig er hægt að hlaupa upp í aðra hverja tröppu) 
Hoppa
Jafnfætis í hverja (hugsa um lendinguna) 
Jafnfætis í aðra hverja 
Jafnfætis max (upp eins margar tröppur og þú getur) 

Tækni æfing:

Það snýst allt um lendinguna, þegar fóturinn snertir jörðina og hvernig hann spyrnir sér áfram. Þú getur lent fyrir framan þig með slappann ökkla og stoppað þig og ekkert að frétta í þeim spretti. Eða, þú getur haft svokallaðann íþróttaökkla eins og ég kalla það (krepptur ökkli á fimleikamáli) ss táin eins nálægt sköflungnum. Ef ökklinn er svona krepptur þá eru meiri líkur að þú lendir og spyrnir þér áfram. Endilega í upphitun LABBAÐU Á HÆLUNUM aðeins til að kveikja á hugsuninni hjá þér.
STRAIGHT LEG RUN OG HLAUPA 
Mældu 40m og skiptu því í 20m og 20m. 
Straight leg run - þú hallar aftur, hugsar um kreppta ökkla og spyrna þeim niður til að ýta þér áfram. Næst skiptirðu hratt yfir í sprett, þá ferðu úr að halla þig aftur í að halla þig fram og sprettir hratt, og hallar þá fram. 

Sprettæfing:

SILJU UPPHITUN 
​Skokka smá og svo tekurðu æfingu og hleypur ca 30m/40m og gerir næstu æfingu. 
10 hnébeygjur - hlaupa yfir
10 framstig hvor - hlaupa yfir
10 hliðarstig hvor - hlaupa yfir
10 nárahopp - hlaupa yfir

STAFRÓFIР
Skrifaðu ÁFRAM ÍSLAND eins stórum stöfum og þú getur, þetta er til að styrkja mjaðmirnar og að halda hnjánum uppi, æfa sig í því. 

*Val - drillurnar ef tími gefst! 

HRAÐARAUKNING 
2-3x 30-40metrar 
Hugsa um að hlaupa með hringhreyfingu og há í loftinu, og lendingin, lenda á táberginu til að ýta þér áfram. En vinsamlegast passaðu þig að halla alls ekki aftur á bak. 

3 umferðir af þessum fjórum æfingum (ss einu sinni í gegnum þær allar og svo aftur og svo í þriðja sinn) 

U (stefnubreytingar) 

Hér skiptir miklu máli að vinna hratt, hugsa vel um tæknina. 
Taktu 1 hvorum megin (ss 2 í umferð) 
Búðu til kassa og settu 3 metra milli keilanna. 
Sprettur fram, ÝTIR þér svo til baka (eins stutt stopp og þú getur) bakkar, tekur hliðarskref (passa fætur snertast ekki og heldur þér niðri), sprettir áfram, SNÝRÐ ÞÉR VIÐ OG SPYRNIR og ýtir þér til baka og sprettir. 
Ss. spretta - bakka - hliðar - spretta -(snúa við)- spretta 

VEGGJARLABB
Labba 20 skref (10/10) 
Á táberginu, ýta mjöðmunum fram og vera með beina línu frá hæl upp líkamann. (bara ekki vera sitjandi eða á hælunum) 

FALLSPRETTIR 
1x10m 
Lætur þig falla fram og hugsar um fyrstu skrefin, að stíga ekki of framalega svo þú sért að stoppa þig í skrefinu. 
Ef spretturinn er glataður, viðurkenndu það þá og gerðu hann aftur! Settu smá kröfur á þig! 

BALANCE T 
Jafnvægis æfing, gerðu 5 á hvorn fót (helst án þess að stíga niður). 
Myndaðu T, upp með hnéð, upp með hendurnar, upp á tærnar

NÁRATEYGJA 
COUCH STRETCH 

Úthaldsæfing:
2x4x60m 
Þarft að hita upp fyrir þessa og tekur svo 8 spretti, ef þetta er of stutt þá tekurðu 3 sett í stað 2 (12 spretti). Mældu 60 metra og vertu með skeiðklukku. 
Eitt sett er þá fjórir sprettir: 
Hleypur yfir (1) - hvílir 20 sek - hleypur yfir (2) - hvílir 20 sek - hleypur yfir (3) - hvílir 20 sek - hleypur yfir (4) - hvílir 90 sek. Þá er eitt sett búið. Þessar 20 sek eru fljótar að líða svo þú ert í rauninni bara að snúa við og fara á línuna aftur. 
Eftir 90 sek tekurðu sett nr 2 …. (og sett nr. 3)
Stutt hvíld þýðir úthaldsæfing, ss ekki sprengja þig, en þú vilt halda góðu tempói (svipuðum tímum í gegnum æfinguna).
Fókusaðu sérstaklega á hvernig þú tekur af stað, halla þér fram, lenda á táberginu og halda þér uppi (passa að detta ekki í “hlussu”hlaup á hælunum þegar líður á æfinguna, gerðu kröfu á sjálfa þig). 

Core:
CORE HRINGUR 2-3x 
25x Snerta tærnar (upp í loft) 
25x Hjólakviður
25x Russian twist (snerta jörð báðum megin) 
25x bakæfing (lyfta efri, lyfta neðri, lyfta bæði - t.d. Ef þú tekur 3 umferðir) 
= 100 hver hringur

Gangi þér vel 
​kv. Silja Úlfars

Vika 6 : 3. ágúst - 9. ágúst 

VIKA 6
Fróðleikur:

SIPPA er leyndarmál þess sem vill bæta snerpu og hraða. Þú hreyfir þig hratt, hoppar og vinnur á táberginu … gerist varla betra. Þú getur leikið þér á sippubandinu í x tíma og haft það fjölbreytt, eða tekið 100 af hverju (jafnfætis, hlaupa (á staðnum), hægri fótur, vinstri fótur og fleira.) 
Hér er smá sipp challenge … þú vinnur þig upp frá 1 í 10, ss hægri fótur, vinstri fótur, báðir… Reyndu að gera þetta án þess að ruglast. 
1x hægri, 1x vinstri, 1x báðir
2x hægri, 2x vinstri, 2x báðir
3x hægri, 3x vinstri, 3x báðir
…, …, … osfrv upp í 10
10x hægri, 10x vinstri, 10x báðir

Tækni æfing:
Mikilvægt að æfa drillurnar meðvitað og reglulega, ss hugsa hvað þú gerir og hvernig þú gerir þær! 

DRILLUR 
2x10m hvert, labba á hælunum til baka

ÝKT HÁAR HNÉLYFTUR 
Við gerum það til að ýkja og æfa það sem við vorum að gera í drillunum, reyna að ná samhæfingunni (takið ykkur upp á video - í fyrstu skiptin þá lítið þið í flestum tilfellum fáránlega út) gerðu 4x10 metra

HLAUPAHOPP OG SPRETTUR 
Hlaupahopp hjálpa okkur að styrkja skrefin, því í þeim þá ertu að hoppa og hlaupa, spyrnir þér áfram. Ég útskýri þetta stundum sem "floor is lava", og þú ætlir yfir í eins stórum og fáum skrefum og þú getur, en lykillinn er að hanga í loftinu og láta hnéð leiða ykkur áfram. Endilega skoðaðu video vel. 
Taktu smá tillhlaup (3-4 skref) og svo 20 metra hlaupahopp og svo 20m sprettur. Gerðu 4 umferðir af 20m/20m :) 



Sprettæfing:
SIPPA í upphitun :) 500 samtals t.d. (fjölbreytt)
FREYSA BEYGJA
2x6
Gerðu Freysa beygju fyrir og eftir liðkunarlabbið.


LIÐKUNARLABB
10metrar, og bara fókusa á að gera æfingarnar vel - með meðvitund, ekki bara dröslast í gegn því þetta er létt. Það ætti að koma teygja í hverri æfingu, svo prófaðu að kreppa ökklann, ýta rassinum aftar, vera hærri, teygja þig betur. 


Hér eru svo sprettirnir, settu upp stöðvarnar og gerðu 3-4 umferðir (hringi). 
Nokkrir punktar sem þú átt að hafa í huga. 
* í stefnubreytingum - ýttu þér í þá átt sem þú ætlar í, eða frá áttinni sem þú varst að fara í
* Finndu þín skref, ss ekki of stór, ekki of lítil
* Kakkalakkinn - þegar þú tekur af stað í sprett að hafa fyrstu 2 skrefin góð, eins og þú sért að kremja kakkalakka með táberginu, ýtir svo fast niður
* í + þá þarftu að vanda þig, margar stuttar hreyfingar og auðvelt að gera illa, vertu aðeins neðarlega og reyndu að fá sem mest út úr þessu.

SPRETTUR MEÐ 3 KEILUM
Settu upp 3 keilur með 3 metrum á milli, þú byrjar í miðjunni. Tekur alltaf hliðarskref í aðra áttina og hleypur alltaf að sömu keilunni.
Taktu 1 hvorum megin (gerir svo 3-4 umferðir) 

+ SPRETT PLÚS

Taktu 2 - ss einn í hvora átt svo við séum að æfa okkur í báðar áttir (gerir svo 3-4 umferðir).
Settu keilu í miðjuna og taktu svo 3 metra í 4 áttir og settu niður keilur. í + þá horfirðu alltaf fram, spretta -hlið-hlið-spretta-bakka-hlið-hlið-bakka. 

TEYGJU ORMURINN 
4x þetta kaupir smá hvíld og liðkar aftari keðjuna

Í lok æfingarinnar eða seinna þegar tími gefst til 
YOGA MJAÐMALIÐKUN VIDEO 
endilega gefðu þér tíma að prófa þetta video, það þarf að liðka mjaðmirnar! 


Úthaldsæfing:
FARTLEIKUR 
Fartleikur virkar þannig að þú ætlar að hlaupa eða skokka, bara alls ekki labba. Mér er sama hversu hægt þú skokkar en þú skokkar. On þýðir að þú hlaupir aðeins hraðar (hratt fyrir einn getur verið hægt fyrir annann), off er skokka eins rólega og þú vilt, en bara ekki labba. Það geta þetta allir á sínum hraða. Ég mæli með að þú sért á grasi það er betra fyrir skrokkinn.
Skokka 4 mín (þetta er upphitun) 
2 mín on - 2 mín off
90 sek on - 90 sek off 
1 mín on - 1 mín off
30 sek on - 4 mín skokka (eins og settahvíld)
2 mín on - 2 mín off 
90 sek on - 90 sek off
1 mín on - 1 mín  off 
30 sek on - 1 mín off
15 sek on - 2 mín skokka niður

Samtals rúmar 30 mín á hreyfingu

Core æfing vikunnar:
3 umferðir = 300 core æfingar
PLANKI 100 
40 Axlarsnerting
30 (15/15) hliðarplanka mjaðma lyfta 
20 Planka rugg til hliðar 
10 Planki upp og niður 
TAKK FYRIR ÞÁTTTÖKUNA 
Ég vona innilega að þú hafir geta lært eitthvað nýtt, prófað þig áfram og verið dugleg/ur að æfa.
Til að bæta hraða þá þarf að hlaupa hratt, en það er mjög mikilvægt að hlaupastíllinn og líkaminn sé í góðu lagi. Vertu gagnrýnin/n á hreyfingarnar þínar, ekki fá það á "heilann" samt svo það trufli þig, vertu móttækileg/ur fyrir uppbyggilegri gagnrýnni!

Einnig vil ég biðja þig að skoða hugarfarið þitt, ekki bara tengt íþróttum heldur í öllu sem þú gerir.
Hugarfar íþróttamanna skiptir miklu máli! Til að ná árangri þarftu að vera nær þínu daglega 100% sem oftast. Hvað væri þitt 100%? Hvernig liti dagurinn þinn út ef þú ættir að ná sem mestu út úr þér. Þú gætir sett þér markmið að búa til rútínu og gera ákveðna hluti daglega sem hjálpa þér nær því að vera besta útgáfan af þér. Segjum að þú sért með 6 atriði sem þú vilt setja í rútínuna, ákveddu þá að fara aldrei undir 3 atriði, eða búðu þér til þína reglu. Sem sagt ef þú nærð ekki 6 þá er ekki allt “ónýtt”, bara áfram gakk og reyndu næsta dag að ná 100% 
Hlutir sem þú gætir t.d. sett á listann þinn 
- Drekka 2L af vatni 

- Teygja (t.d. GoWod appið) 

- Taka 200 core æfingar daglega 

- Vakna klukkutíma fyrr

- Taka vítamínin

- Drekka rauðrófusafa og engifer skot

- Lesa 10 bls

- Hugleiðsla (t.d. Appið Headspace)

Gangi þér vel á þínum ferli. 
Ég verð með online þjálfun áfram í vetur, byrjum í september og ég mun senda þér email með frekari upplýsingum. Ég er að þróa þetta betur hjá mér, því ég vil gera betur í því sem ég tek mér fyrir hendur. 

Alltaf velkomin/n að senda mér skilaboð og video, ég mun svara um leið og ég get og aðstoða þig. 
Einnig minni ég á facebook hópinn sem ég er með fyrir íþróttamenn ef þú ert ekki komin/n þangað: https://www.facebook.com/groups/341510459843185/

Þangað til næst
Silja Úlfars 
Instagram: @siljaulfars


  • Unglinganámskeið Skráning 2023