• Online hlaupa plön
  • Unglinganámskeið
  • Námskeið Skráning
  • Hlaupanámskeið
  • Um Silju
SILJAULFARS.IS
  • Online hlaupa plön
  • Unglinganámskeið
  • Námskeið Skráning
  • Hlaupanámskeið
  • Um Silju

Námskeið 1

Hæ hæ :) 
Ég vil hvetja ykkur til að skoða æfingarnar aftur og rifja upp það sem við fórum yfir.
Hér fyrir neðan set ég æfingarnar sem við gerðum saman, mæli með að gera eitthvað af þessu fyrir eða eftir æfingar, eða jafnvel sem aukaæfingu, þið sjáið að margt má gera heima. 

Æfing 1 

SILJU UPPHITUN 
10 hnébeygjur - hlaupa 
10 framstig hvor - hlaupa 
10 hliðarstig hvor - hlaupa 
10 mjaðmahopp - hlaupa

MJAÐMALIÐKUN 
- Rugga
- Ýta út með olnboga
- Niður á olnboga
- Hringir með hnéskelinni
- Opna með hendina upp

FÓTASVEIFLUR
10x hver

HLAUPA RÆÐAN
Vandið hlaupastílinn! 
Við verðum að hugsa um hvernig við lendum á fætinum og hvar fóturinn lendir undir okkur. 

DRILLUR 
2x10m hvert
Lágar hnélyftur 
Hælar í rass
Háar hnélyftur
Ýkt háar hnélyftur 

HRAÐARAUKNINGAR 
4x40m 
Byrja rólega með háum hnélyftur og auka hraðann 


Sprettir - það er fínt að taka um 8 spretti, það þarf ekki að vera mikið meira, passa bara að þessir 8 sprettir verði alveg frábærir.
FALLSPRETTUR 
Láta þig detta fram og spretta, æfðu þig í fyrstu skrefunum. Mundu ef þú tekur of stór skref þá geturðu verið að stoppa þig. Taktu endilega video af þér og skoðaðu og velkomið að senda mér. 
Kakkalakkinn - kremjum hann til að ná góðri spyrnu áfram! 

JAFNFÆTIS HOPP 10 hopp
- lenda eins og þyrla
- enga hlussu lendingu
- ekki lenda eins og flugvél að hrapa


Mundu að teygja oft og reglulega!

Æfing 2 

SILJU UPPHITUN 

STAFRÓFIР
Skrifaðu fullt nafnið þitt, við gerum þessa æfingu til að æfa úthaldið í mjaðmavöðvunum. Vertu meðvituð/meðvitaður um hvernig þú stendur í fótinn, að rétta úr þér.

BRUNAHANINN
6x hvert
- pissa út
- hringir fram, hringir aftur
- sparka fram
- lyfta fætinum út til hliðar

NÁRATEYGJA 
Rugga 5x aftur, mundu að fetta bakið, það skiptir öllu máli. 

FÓTASVEIFLUR 
10x hverju 

DRILLUR
Mikilvægt að æfa drillurnar rétt, taktu video af þér!
​
LIÐKUNARLABB
Þetta eru fínar æfingar til að nota í upphitun. 

HRAÐARAUKNINGAR
2-4x 20m 

FALLSPRETTIR
4x10metrar
Vandaðu fyrsta skrefið, ekki of stórt, og ýttu þér áfram. 

JAFNFÆTIS HOPP
10 hopp 
Snýst allt um endurtekninguna og að æfa lendinguna svo hún verði rétt gerð ósjálfrátt

HLIÐARSKREF OG SPRETTA
4 metrar hlið og spretta 10metra 
- Fætur snertast ekki í hliðarskrefunum
- Kröftugt hné til að spyrna áfram 
- Trampa á kakkalökkunum

HLIÐARSKREF + HLIÐARSKREF TIL BAKA OG SPRETTA 
- hliðarskref - spyrnir til baka (ekki stoppa), hliðarskref til baka, hnéð fram og kremja kakkalakkana og sprettir áfram

JAFNFÆTIS ZIC ZAC 
20 hopp jafnfætis, hnén snúa alltaf fram. 

ANNARRA FÓTA ZIC ZAC 
20 hopp (10 hvor), vilt alltaf ná jafnvægi áður en þú stekkur í næsta hopp. Fókusaðu á góða lendingu.

​TEYGJA 

Æfing 3 

Skokka í upphitun 
Við tókum sprellikalla upphitun sem er hopp og klapp, og snerpu æfingar og smá hopp. 

LIÐLEIKA LABB 
8metrar.
Frankenstein, labba á hælunum, gamli kallinn, framstig og halla aftur, framstig og twista

LABBA Á LÍNU
Há/r uppi, stíga yfir kálfana, íþróttaökklar. 
8 metrar
HANDAHREYFINGAR
 
30 handahreyfingar
olnbogi aftur, hendur í vasa, bora í nefið

HRAÐARAUKNINGAR 
2-4x30m 

Sprett hringur 3 hringir 
U SPRETTIR 
3 metrar í allar áttir. 
spretta, bakka, hliðar, spretta, spretta

ARMBEYGJUR 
10 armbeygjur 
muna að vera eins og ör í laginu 

HLIÐ-SPRETT-HLIÐ-SPRETT
3 metrar milli keilnanna 
byrjar í miðjunni

JAFNFÆTIS HOPP 
8 metrar 
hoppa eins langt og þú getur. 
​
Teygja 
Picture
Picture
Picture

Æfing 4

Upphitun – við hituðum upp í stórfiskaleik. Þú skalt hita upp með að skokka nokkra hringi eða ferðir þannig að þér finnst þú vera orðin heit/ur, og t.d. að taka smá hliðarskref, ss hreyfanlega upphitun. Eða taka t.d. Silju upphitun – getur tekið hliðarskref í stað að hlaupa á milli til að gera hana aðeins fjölbreyttari.

FÓTASVEIFLUR LIGGJANDI
10x hver til hliðar á bakinu
10x hver til hliðar á maganum
10x fótalyfta – muna að kreppa ökklann

HJÓLA RUGG
20x Skæri upp og niður
20x skæri til hliðar
3-4 umferðir – rúlla fram og aftur – hægri – vinstri - báðir

HÁAR HNÉLYFTUR
Við gerðum „partner háar“, takið þessa 2-3x 20 metra – fara hægt áfram og vinna hratt, mikilvægt að halda fótunum uppi og pína sig, því við erum að þjálfa úthaldið í „mjaðmavöðvunum“ sem hjálpa okkur að lyfta hnjánum þegar við erum orðin þreytt.

HRAÐARAUKNINGAR
2-3 hraðaraukningar ca 40 metra

HLAUPAHOPP
4x20metra – „floor is lava“, hanga upp í loftinu, hnéð fram, stoppa stutt á gólfinu. Skoðið video vel.

Sprettir – við tókum allskonar spretti
Settu keilur með 3 metra millibil, ss byrjunarkeila – 3 metrar – miðjukeila – 3 metrar – enda keilan. Þegar ég segi spretta – spretta – spretta – þá er það spretta að miðju, spretta til baka, spretta út í enda. Ss fram – til baka – fram að enda. Getið tekið þetta t.d. eins og hér fyrir neðan.
2x spretta – spretta – spretta
2x bakka – spretta – spretta
2x hliðar – spretta – spretta
2x bakka – spretta – hliðar
2x hliðar – bakka – spretta
=10 sprettir
Hér eru sprettir sem er nokkurn vegin hægt að miða við :
HLIÐAR-SPRETTA
BAKKA-SPRETTA
 
KORTERSHOPP JAFNFÆTIS
Færa sig „korter“ eða „90°“ í einu.
fram – hliðar – aftur – hliðar – fram – og svo hinn hringinn
​
KORTERSHOPP ANNARRA FÓTA
Sama og hér að ofan, nema gera einn fót í einu, reyna að lenda alminnilega þannig að þið séuð ekki alltaf á hreyfingu.
 
Teygjur – haldið þeim í 1 mínútu (báðum megin).
DÚFAN
COUCH STRETCH
NÁRATEYGJA
SITJA Á HÆKJUM

Æfing 5

“If you don´t practice. You don´t deserve to win.” Andre Agassi
SILJU UPPHITUN
10x hvert – hnébeygja, framstig, hliðarstig, nárahopp

Drillur 2x10m hvert 
LÁGAR HNÉLYFTUR
HÁAR OG HÆLAR Í RASS
B-SKIP

LIÐKUNARÆFINGAR
Labba á hælunum, gamli kallinn, frankenstein, mjaðmaliðkun, framstig og halla aftur

HREYFITEYGJUR
10 hvert – fótasveiflur fram og aftur, til hliðar, Freysa beygja

HRAÐARAUKNINGAR

4 STÖÐVAR
10x ZIC ZAC JAFNFÆTIS HOPP
2x KROSSINN
20x VEGGJARLABB OG 20x HANDAHREYFINGAR
2x HLIÐARSKREF OG SPRETTA
 
4x HLAUPAHOPP

Hér er auka þrekhringur sem þið getið gert heima 
Þrekhringur 2-3 hringir
6x hvor BALANCE T
6x hvor BAKHRINGUR
6x ARMBEYGJUR
 
Kv. Silja

Æfingar í bandi, sipp og bolti að rúlla 

Æfingar í teygju 
Mæli með að gera þetta 1-2 x í viku - endilega prófið ykkur áfram

LABBA INNSKEIF/UR

TEYGJA AFTUR OG SKÁ SPARK 

TEYGJA ZIC ZAC FRAM OG AFTUR 

SNERPU ÆFINGAR Í TEYGJU 

TEYGJA - CORE 

PLANKA LABB Í TEYGJU 

SIPP VIDEO - hvering þú getur sippað til að bæta þig í hlaupum

RÚLLA SIG MEÐ BOLTA 

  • Online hlaupa plön
  • Unglinganámskeið
  • Námskeið Skráning
  • Hlaupanámskeið
  • Um Silju