• Unglinganámskeið Skráning 2023
  • Um Silju
SILJAULFARS.IS
  • Unglinganámskeið Skráning 2023
  • Um Silju

online námskeið

online námskeið

,
               Silja Úlfars býður upp á námskeið online fyrir unga íþróttamenn. 
Aðeins 5.000kr mánuðurinn í 6 mánuði

Online unglinga námskeiðið er fjarþjálfunarkerfi sem fer fram á netinu, við munum notast við facebook (hópa og messenger). Einnig verða nokkrar æfingar í boði, þar sem Silja og íþróttamennirnir hittast og æfa saman. Námskeiðið gefur íþróttamönnunum tækifæri til að læra allt það sama og atvinnumenn nota í sinni þjálfun. Þetta er góð leið til að taka góðar aukaæfingar sem aðstoða unglingana til að ná lengra. Aukaæfingin skiptir máli, en hún þarf að vera markviss og má ekki trufla hinar æfingarnar, heldur eiga að vinna með þeim. 

Fylgt er markvissu plani þar sem æfingarnar eru kenndar í réttri röð. Í lok námskeiðisins ef prógramminu er fylgt eiga þau að kunna að hoppa og lenda, stefnubreytingar, betri hlaupastíll, sterkari og hraðari. Það er forvörn að kunna strax að gera æfingarnar rétt. Æfingarnar koma með video útskýringum, ásamt fyrirlestrum fyrir hverja viku þar sem farið verður í áherslu vikunnar. 

Markmið námskeiðisins: 
- Kenna ungum íþróttamönnum hvað þarf til að ná árangri með réttu hugarfari
- Rétt aukaæfing skiptir máli 
- Liðleika þjálfun 
- Hraða þjálfun og stefnubreytingar 
- Hlaupatækni (betri hlaupastíll getur verið meiðslaforvörn og aukið hraðann)
- Hopp og lendingar (fæstir kunna að hoppa og/eða lenda)
- Styrktaræfingar (Æfingar sem þú getur gert heima hjá þér) 
- Meiðslafyrirbyggjandi æfingar 
- Athuga rétt tækni getur flokkast sem meiðslafyrirbyggjandi æfingar. 

Það skiptir miklu máli að íþróttamennirnir skilja af hverju þau eru að gera æfingarnar. 
Námskeiðið hentar öllum, íþróttamennirnir fá aðstoð við að finna veikleikana sína og verkefni til að vinna úr þeim. 

Hvernig fer þetta fram:
Öll samskipti fara fram í gegnum facebook hóp og messenger. 
Vikulegt æfingaprógram kemur inn með leiðbeiningum, myndum eða videoum.
Silja mun aðstoða ykkur að raða auka æfingunum svo þær passi betur með æfingunum sem eru stundaðar. 
Reglulegar áskoranir, verkefni, og annað efni sem er sniðugt að skoða. 
Vikulegur fyrirlestur þar sem vikan verður rædd. 
3 sameiginlegar æfingar. 


Aldur: 
Þetta námskeið hentar vel íþróttamönnum frá 11 - 19 ára.  Það er mikilvægt að foreldrar taki þátt í námskeiðinu með yngstu íþróttamönnunum. Um að gera að nota þetta sem svona fjölskyldu verkefni, æfingarnar eru mjög foreldravænar :) 

"Ég læt þau fá uppskriftina og öll innihaldsefnin, þau sjá um að baka kökuna sjálf"  

Skráning hér: 
September
​Nóvember 
Umsagnir frá foreldrum

"Júlíus sonur minn  hefur æft handbolta frá því hann var 5 ára,  í fyrra talaði hann mikið um að hann vildi bæta sig. Við ákváðum að skrá hann á unglinganámskeið hjá Silju Úlfars, árangurinn lét ekki á sér standa og hann fékk aukið úthald og styrk mjög fljótlega, hann hefur verið hjá Silju meira og minn síðan og hefur náð frábærum árangri, með miklu betra úthald, styrk  og liðleika.  Einnig hefur hann sjálfur breitt mataræðinu mikið og hugsar mjög vel að því hvað hann borðar.  Silja er líka svo skemmtileg og það er gamann að mæta á æfingar hjá henni.. segir hann sjálfur.  Silja er mjög góð fyrirmynd fyrir krakka á þessum aldri og nær mjög vel til þeirra."

Jóna Björg Björgvinsdóttir

"Dóttir mín á fjórtánda ári hefur tekið þátt í unglinganámskeiðum Silju Úlfarsdóttur undanfarin ár. Hún hefur æft frjálsar íþróttir og skíði og æfingarnar hjá Silju verið frábær viðbót. Ástæðan fyrir því að við leituðum til Silju var fyrst og fremst sú að stelpan vildi bæta hlaupastílinn sem skilaði sér í bætingum bæði í styttri vegalegndum og millivegalengdum. Í kaupbæti fékk hún mikla hvatningu frá Silju og talaði sjálf um aukið sjálfstraust á æfingum og mótum. Eftir langan og strangan skíðavetur fer nú í hönd uppbyggingatímabil skíðamanna sem getur verið einmannalegt og erfitt að halda sig við efnið í snjóleysinu. En stelpan er spennt að komast aftur á unglinganámskeið hjá Silju og mælum við með þessum námskeiðum fyrir alla áhugasama íþróttakrakka."

Með Ármannskveðju, Kristín Björnsdóttir
  • Unglinganámskeið Skráning 2023
  • Um Silju