![]() Unglingaæfingarnar hófust þriðjudaginn 13. maí - það voru 8 hressir unglingar sem mættu á æfinguna! Tvö þeirra hafa verið áður á námskeiði hjá mér. Flest voru í fótbolta, og voru þau úr 8 liðum ef ég taldi rétt :) Við tókum góða upphitun með virknisæfingum, smá hlaupi, teygjum og hlaupastíls æfingum. En yfirleitt eru ungir íþróttamenn með svipaða veikleika varðandi hlaupastílinn! Næst fórum við í spretti - en í dag fókusuðum við á hlaupastílinn þess vegna fókusuðum við á að hlaupa beint í dag - en í næstu viku fókusum við á hliðarhreyfingar! Mér finnst mikilvægt að taka eitt skref í einu og að læra hlutina í réttu progression (afsakið enskuslettuna). Hjá ungum krökkum er yfirleitt mestu vandræðin tengd líkamsvitundinni, þá næst að þau lendi á hælunum, en oft helst í hendur að lenda á hælunum og að hlaupa sitjandi, ásamt því að sumar teygja í skrefin! Það er ótrúlega gaman og gefandi þegar krakkarnir finna sjálf muninn, og finna bætinguna koma! Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakka til að hitta nýjan hóp á föstudaginn! En það eru laus nokkur pláss í hann einmitt ef einhver hefur áhuga - siljaulfars.is@gmail.com
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
Silja Úlfars:) Eigðu góðan dag! Archives
September 2014
Categories |