• !
SILJAULFARS.IS
  • !

Hvað þurfa unglingar að vinna í til að bæta sig?

28/8/2014

0 Comments

 
Picture
Picture
Það eru þvílík forréttindi að fá til sín metnaðarfulla unglinga mæta á aukaæfingar til að bæta sig og leggja sig fram á æfingum, spurja spurninga, vilja fá athygli því þau vilja vita hvort þau séu að gera æfingarnar betur, og sýna árangur strax sumir hverjir eftir aðeins eina æfingu. 

Mér finnst það algjörlega klikkað að fá þessa frábæru unglinga til mín á öllum aldri úr öllum íþróttagreinum. Núna á ágúst námskeiðinu mínu komu unglingar sem æfa fótbolta, körfubolta, handbolta, frjálsar, fimleika og samkvæmisdansa. Ótrúlegt að unglingar geti komið úr mismunandi umhverfi á mismunandi aldri og æft saman, og allir bæta sig og taka heilmikið með sér úr æfingunum. 

Eftir námskeiðið settist ég niður og skoðaði hvað er það sem betur mætti fara hjá flestum unglingum: 
  • Fyrir það fyrsta, þá virðast þau ekki hafa kveikt á líkamsvitundinni - svoldið erfitt að útskýra þetta, en þau framkvæma hreyfingar án þess að hugsa um af hverju og hvernig þau gera það. Það er mikil kúnst að útskýra þetta fyrir þeim svo þau skilji hvað þjálfarinn er að tala um, og þegar þú kennir mörgum þá er mikilvægt að útskýra vel og á nokkra vegu svo allir skilji. 
  • Stífar eða veikar mjaðmir - hallóóóóó! Úfff hér þarf að nudda sig vel t.d. má nota tennisbolta, rúllur eða foreldra til að nudda rassvöðva, læri og mjaðmasvæðið. Það þarf í alvöru að gefa sér góðan tíma og teygja á mjöðmunum, lærunum, og bakinu. Einnig þarf að styrkja mjaðmasvæðið og það má gera með mörgum góðum æfingum. Stífar eða veikar mjaðmir geta truflað allt hreyfiferlið hjá íþróttamanninum. t.d. ef þú hleypur sitjandi þá ertu líklegast með veikar/stífar mjaðmir, og þá getur verið erfitt að rétta alminnilega úr sér, og því hlaupa margir á hælunum í kjölfarið. 
  • Rangur hlaupastíll - ég gerði mjög óformlega "rannsókn" á námskeiðunum mínum, en þegar ég skoða hópana mína, þá finnst mér 1 af hverjum 9 vera með góðan hlaupastíl, og nú er ég ekki að vera svartsýn eða bjartsýn, bara segja þetta eins og ég sé það. En það góða við þetta allt saman - er að það má auðveldlega vinna í þessu og laga þetta með vinnu og áhuga.
  • Einnig þarf að kenna þeim ýmsar hreyfingar eins og að hoppa, lenda, hliðarskref, stefnubreytingar og margt annað. Ef þú gerir þetta vitlaust þá þarftu að læra þetta - röng tækni getur í versta falli meitt þig, eða þú verður alltaf í hægari hópnum. Flestar íþróttir snúast jú um hraða! 

Núna í september, eða vikuna 22. september fer ég af stað með 12. vikna námskeið og er skráning strax hafin, svo ef þú vilt koma eða senda einhvern til mín sendu mér þá endilega línu á siljaulfars.is@gmail.com því plássin hafa verið fljót að fara. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna HÉR! 

Margir koma til mín í einkatíma og fá verkefni með sér heim, einnig er ég að skoða að vera með einhvers konar helgarnámskeið í hlaup og styrk unglinga og/eða íþróttamanna. Hver veit nema ég bjóði upp á fjarþjálfun unglinga ... en fylgstu endilega með mér á facebook https://www.facebook.com/siljaulfars.is 

Sjáumst kannski fljótlega og gangi þér rosalega vel! 
Silja Úlfars

Umsagnir frá síðasta námskeiði: 

Kristófer 15 ára 
"Hún hefur hjálpað mér að styrkjast og bæta hraðann. Mæli með henni hiklaust !!! Ps. Hún er alltaf í góðu skapi."

Laufey 10 ára
"Mér fannst mjög gaman á námskeiðinu og við lærðum margt nýtt. Ég finn til dæmis að ég hleyp hraðar og betur og ég mæli með þessu fyrir alla krakka sem æfa íþróttir."

Lára 12 ára
"Mér fannst námskeiðið mjög skemmtilegt, enginn tími eins og maður lærði alltaf eitthvað nýtt og gagnlegt. Ég væri til í að æfa svona ALLA daga."

Picture
0 Comments

Your comment will be posted after it is approved.


Leave a Reply.

    Silja Úlfars 

    :) Eigðu góðan dag! 

    Archives

    September 2014
    August 2014
    June 2014
    May 2014

    Categories

    All
    #gamespeed
    #siljaulfars
    #sprint
    #unglinganamskeid

    RSS Feed

  • !