![]() Það eru þvílík forréttindi að fá til sín metnaðarfulla unglinga mæta á aukaæfingar til að bæta sig og leggja sig fram á æfingum, spurja spurninga, vilja fá athygli því þau vilja vita hvort þau séu að gera æfingarnar betur, og sýna árangur strax sumir hverjir eftir aðeins eina æfingu. Mér finnst það algjörlega klikkað að fá þessa frábæru unglinga til mín á öllum aldri úr öllum íþróttagreinum. Núna á ágúst námskeiðinu mínu komu unglingar sem æfa fótbolta, körfubolta, handbolta, frjálsar, fimleika og samkvæmisdansa. Ótrúlegt að unglingar geti komið úr mismunandi umhverfi á mismunandi aldri og æft saman, og allir bæta sig og taka heilmikið með sér úr æfingunum. Eftir námskeiðið settist ég niður og skoðaði hvað er það sem betur mætti fara hjá flestum unglingum:
Núna í september, eða vikuna 22. september fer ég af stað með 12. vikna námskeið og er skráning strax hafin, svo ef þú vilt koma eða senda einhvern til mín sendu mér þá endilega línu á siljaulfars.is@gmail.com því plássin hafa verið fljót að fara. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna HÉR! Margir koma til mín í einkatíma og fá verkefni með sér heim, einnig er ég að skoða að vera með einhvers konar helgarnámskeið í hlaup og styrk unglinga og/eða íþróttamanna. Hver veit nema ég bjóði upp á fjarþjálfun unglinga ... en fylgstu endilega með mér á facebook https://www.facebook.com/siljaulfars.is Sjáumst kannski fljótlega og gangi þér rosalega vel! Silja Úlfars Umsagnir frá síðasta námskeiði: Kristófer 15 ára "Hún hefur hjálpað mér að styrkjast og bæta hraðann. Mæli með henni hiklaust !!! Ps. Hún er alltaf í góðu skapi." Laufey 10 ára "Mér fannst mjög gaman á námskeiðinu og við lærðum margt nýtt. Ég finn til dæmis að ég hleyp hraðar og betur og ég mæli með þessu fyrir alla krakka sem æfa íþróttir." Lára 12 ára "Mér fannst námskeiðið mjög skemmtilegt, enginn tími eins og maður lærði alltaf eitthvað nýtt og gagnlegt. Ég væri til í að æfa svona ALLA daga."
0 Comments
![]() Unglingaæfingarnar hófust þriðjudaginn 13. maí - það voru 8 hressir unglingar sem mættu á æfinguna! Tvö þeirra hafa verið áður á námskeiði hjá mér. Flest voru í fótbolta, og voru þau úr 8 liðum ef ég taldi rétt :) Við tókum góða upphitun með virknisæfingum, smá hlaupi, teygjum og hlaupastíls æfingum. En yfirleitt eru ungir íþróttamenn með svipaða veikleika varðandi hlaupastílinn! Næst fórum við í spretti - en í dag fókusuðum við á hlaupastílinn þess vegna fókusuðum við á að hlaupa beint í dag - en í næstu viku fókusum við á hliðarhreyfingar! Mér finnst mikilvægt að taka eitt skref í einu og að læra hlutina í réttu progression (afsakið enskuslettuna). Hjá ungum krökkum er yfirleitt mestu vandræðin tengd líkamsvitundinni, þá næst að þau lendi á hælunum, en oft helst í hendur að lenda á hælunum og að hlaupa sitjandi, ásamt því að sumar teygja í skrefin! Það er ótrúlega gaman og gefandi þegar krakkarnir finna sjálf muninn, og finna bætinguna koma! Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakka til að hitta nýjan hóp á föstudaginn! En það eru laus nokkur pláss í hann einmitt ef einhver hefur áhuga - siljaulfars.is@gmail.com |
Silja Úlfars:) Eigðu góðan dag! Archives
September 2014
Categories |