• !
SILJAULFARS.IS
  • !

nokkrar æfingar sem unglingar eiga að byrja að gera strax í dag!

7/9/2014

0 Comments

 
Ég fór á frábært námskeið um helgina sem heitir Rehab trainer, en þar er reynt að brúa bilið aðeins á milli þjálfara og sjúkraþjálfara. Þá erum við nú ekkert orðnir neinir sjúkraþjálfarar, en erum búin að læra nokkrar aðferðir til að greina hitt og þetta, hvar veikleikarnir eru og hvernig við styrkjum og vinnum í því með ýmsum ráðum. Ég til dæmis sé yfirleitt sömu meiðslin eða röngu hreyfimunstrin hjá íþróttamönnunum og unglingunum, og núna er ég nær hvernig ég á að hjálpa þeim að vinna með þetta. Á meðan ég sat námskeiðið þá voru mörg andlið sem poppuðu upp þegar Stefán Ólafsson sjúkrajálfari talaði um hina og þessa veikleika, og koma með lausnir og hugmyndir til að vinna í þeim.  

Það sem ég sá um helgina er að það þarf að vinna betur í grunnæfingunum strax, við þurfum öll á betri líkamsmeðvitund að halda, gefa okkur tíma í teygjur, og stundum má aðeins leika sér með styrktaræfingarnar til að gera þær meira krefjandi eða auðveldari.

Ég, Hjörtur Ragnars sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og Baldur Ragnars einkaþjálfari fundum því 3 æfingar sem við viljum endilega að íþróttamenn geri til að losa aðeins um mjaðmirnar. 

Couch stretch - psoas teygja

Picture
Þessi teygja er algjör nauðsyn fyrir alla og sérstaklega unglinga sem sitja mikið og eru ekki mikið að passa sig hvernig setið er. Oft er þessi teygja gerð á æfingum standandi, en ekki rétt gerð. Mikilvægt er að þrýsta mjöðminni fram, og þá má nota stól eða pall til að tylla sér á til að fá meiri teygju. 

Picture
Hér er erfiðari útgáfa af sömu teygju, hafðu hnéð sem næst bekknum, og þrýstu mjöðminni fram. Til að taka erfiðleikastigið hærra þá lyftirðu hendinni upp og hallar þér til hliðar yfir hnéð. 

cook hip lift 

Picture
Liggur á bakinu, dregur hægri fótinn að þér og heldur honum að bringu. Beygir vinstri fótinn og heldur honum eins nálægt rassi og þú getur, en þú stígur í allann fótinn. Lyftu mjöðminni upp og það er mikilvægt að spenna rassinn. 
Þessi æfing vinnur með styrk í rassvöðvum ásamt stöðugleika í mjöðm og mjóbaki. Gerðu þessa æfingu báðum megin, en þessi teygja er einnig góð fyrir hreyfanleika í mjöðm á þeim fæti sem dregið er að sér. 

Nárateygja - hallar aftur 

Picture
Góðar nárateygjur eru oft vandfundar, en þessi er einföld og góð. Farðu niður á fjórar fætur, og settu vinstri fótinn beint út, en mikilvægt að halda fætinum öllum á gólfinu. Hægri hnéð á að vera beint undir líkamanum. Næst seturðu þungan aftur eins og þú getur, og heldur bakinu beinu, og þá finnurðu góða teygju innan á lærinu. 

Hér hafið þið það - ekki eftir neinu að bíða - byrja strax í dag, en þetta eru allt fínar upphitunaræfingar sem má gera nokkrum sinnum í viku :) 

Gangi ykkur vel 
Kveðja
Silja Úlfars, Hjörtur og Baldur! 
0 Comments

    Silja Úlfars 

    :) Eigðu góðan dag! 

    Archives

    September 2014
    August 2014
    June 2014
    May 2014

    Categories

    All
    #gamespeed
    #siljaulfars
    #sprint
    #unglinganamskeid

    RSS Feed

  • !