• Unglinganámskeið Skráning 2023
SILJAULFARS.IS
  • Unglinganámskeið Skráning 2023

UNGLINGANÁMSKEIÐ HAUST 2019

siljaulfars.is@gmail.com 

Síðustu ár hefur Silja verið með sérhæfðar hlaupaæfingar fyrir unglinga til að bæta hlaupastíl, hraða, snerpu, sprengikraft og vinna í stefnubreytingum og liðleika. Fókusinn hefur einnig verið á styrktaræfingar, sérstaklega meiðslafyrirbyggjandi æfingar, ásamt því að læra góðar upphitanir, teygjur og fleira sem ungir og efnilegir unglingar þurfa að huga að og læra að gera rétt. 

Skráning og frekari upplýsingar í siljaulfars.is@gmail.com


Hraði
Hlaupastíll

Sprengikraftur
Stefnubreytingar 


5 vikna námskeið  2018-2019
​
Hvert námskeið er 5 vikur, æfingar eru 1x í viku, ss 5 æfingar. Íþróttamenn verða í facebook hóp, og á hverjum sunnudegi kemur inn pdf skjal með video leiðbeiningum af æfingunum sem við gerðum, þannig að íþróttamaðurinn getur haldið áfram að æfa sig í því sem við gerðum á æfingu. Daglega deilir Silja æfingum og fleiru með íþróttamönnunum á facebook hópnum. 

Það er mikilvægt að ungir íþróttamenn læri rétta líkamsbeitingu, að læra að gera æfingarnar rétt snemma getur skipt miklu máli upp á meiðslaforvarnir í framtíðinni. Læra að gera æfingar rétt, hlaupa rétt, teygja rétt. Silja leggur mikla áherslu á hraða, snerpu og sprengikrafts þjálfun. 

Markmið Silju er að íþróttamenn fái öll tæki og tól í hendurnar til að bæta sig, og að íþróttamaðurinn læri æfingar sem geta nýst honum áfram
​
Námskeiðið hentar vel með öðrum æfingum, nú er tíminn til að bæta hraðann.


Það verða námskeið á 5 vikna fresti í allan vetur. 
​Sjá allar dagsetningar HÉR

Æfingatímarnir eru 
Sunnudögum í Sporthúsinu kl. 16.00-17.00 - Nýjir iðkendur
Sunnudögum í Sporthúsinu kl. 17.00-18.00 - Framhald (fyrir þá sem hafa verið áður)



Námskeiðið kostar 25.000 kr
25% systkinaafsláttur

*Ath aðeins takmörkuð pláss
*Þetta námskeið hentar öllum íþróttagreinum

skráning hafin á siljaulfars.is@gmail.com 
eða í gegnum facebook síðu Silju 
Minni einnig á instagram Silju @siljaulfars


"Ég á strák sem er 11 ára, hann á sér stóra drauma um atvinnumennsku í fótbolta.
Ein leiðin að því markmiði var að fara á hlaupanámskeið hjá Silju. Draumurinn var að ná auknum hraða, betri hlaupatækni og hlaupastíl.
 Árangurinn á 5 vikum fór langt fram úr væntingum. Hann hefur bætt hraðann þvílíkt, hlaupastíllinn er allt annar og hann miklu auðveldara með að hlaupa.  
 
Silja er ekki bara fær hlaupaþjálfari heldur er hún stórkostleg í samskiptum við börn og unglinga.
 Ég mæli með þessu fyrir alla krakka sem vilja ná auknum árangri í sinni íþrótt.
 Takk fyrir okkur Silja, við ætlum að koma á annað námskeið."


Elma Björk Bjartmarsdóttir

"Júlíus sonur minn sem er að verða 13 ára í sumar, hefur æft handbolta frá því hann var 5 ára,  í fyrra talaði hann mikið um að hann vildi bæta sig. Við ákváðum að skrá hann á unglinganámskeið hjá Silju Úlfars í apríl 2013, árangurinn lét ekki á sér standa og hann fékk aukið úthald og styrk mjög fljótlega, hann hefur verið hjá Silju meira og minn síðan og hefur náð frábærum árangri, með miklu betra úthald, styrk  og liðleika.  Einnig hefur hann sjálfur breitt mataræðinu mikið og hugsar mjög vel að því hvað hann borðar.  Silja er líka svo skemmtileg og það er gamann að mæta á æfingar hjá henni.. segir hann sjálfur.  Silja er mjög góð fyrirmynd fyrir krakka á þessum aldri og nær mjög vel til þeirra."


Jóna Björg Björgvinsdóttir

"Dóttir mín á fjórtánda ári hefur tekið þátt í unglinganámskeiðum Silju Úlfarsdóttur undanfarin tvö ár. Hún hefur æft frjálsar íþróttir og skíði og æfingarnar hjá Silju verið frábær viðbót. Ástæðan fyrir því að við leituðum til Silju var fyrst og fremst sú að stelpan vildi bæta hlaupastílinn sem skilaði sér í bætingum bæði í styttri vegalegndum og millivegalengdum. Í kaupbæti fékk hún mikla hvatningu frá Silju og talaði sjálf um aukið sjálfstraust á æfingum og mótum. Eftir langan og strangan skíðavetur fer nú í hönd uppbyggingatímabil skíðamanna sem getur verið einmannalegt og erfitt að halda sig við efnið í snjóleysinu. En stelpan er spennt að komast aftur á unglinganámskeið hjá Silju og mælum við með þessum námskeiðum fyrir alla áhugasama íþróttakrakka."

Með Ármannskveðju, Kristín Björnsdóttir
  • Unglinganámskeið Skráning 2023